Samningur sérfræðilækna og Sjúkratrygginga

Um síðustu áramót var gerður rammasamningur milli sérfræðilækna og Sjúkratrygginga Íslands varðandi greiðslur fyrir læknisverk unnin á einkastofum sérfræðinga. Læknum er í sjálfsvald sett hvort þeir gerist aðilar að þessum samningi en í reynd hafa nú flestallir séfræðilæknar gerst aðilar að samningnum, m.a. nánast allir augnlæknar.

Unnið er þá skv umsaminni gjaldskrá og sjúklingur greiðir hluta af kostnaðinum en SÍ afganginn og fer skiptingin eftir reglugerð sem sett er af ráðherra og má sjá reglurnar í stuttu máli hér.