Smælki um augun okkar

Meðalmaðurinn deplar 12 sinnum á mínútu. Mannsauga er ca 23-24 mm á stærð og vegur um það bil 28 grömm. Glæran (öðru nafni hornhimnan) inniheldur engar æðar. Augun slitna ekki við notkun og heldur ekki af að lesa í lélegri birtu. Það er ekki hægt að halda augunum opnum meðan maður hnerrar. Í samskiptum okkar við annað fólk miðlum við ómeðvitað ýmsum upplýsingum með augunum. Samúð, andúð, hrifningu, viðbjóð, hneikslun.

„Eigi leyna augu ef ann kona manni“