Að fara til augnlæknis

Heldurðu að þú þurfir til augnlæknis ? Hvers vegna leitar fólk til augnlæknis ?  Ástæðurnar geta auðvitað verið margvíslegar. Nokkur dæmi: Einhvers konar truflun á sjón. Sviði, þurrkur, kláði, tárarennsli, gröftur. Höfuðverkir (því þeir geta stundum stafað af duldum sjóngöllum og einnig geta sumir sjúkdómar í höfði komið í ljós við augnskoðun. Eftirlit vegna sjúkdóms t.d. gláku, augnbotnahrörnunar, skýs […]

Smælki um augun okkar

Meðalmaðurinn deplar 12 sinnum á mínútu. Mannsauga er ca 23-24 mm á stærð og vegur um það bil 28 grömm. Glæran (öðru nafni hornhimnan) inniheldur engar æðar. Augun slitna ekki við notkun og heldur ekki af að lesa í lélegri birtu. Það er ekki hægt að halda augunum opnum meðan maður hnerrar. Í samskiptum okkar […]

Augnskekkja

Við höfum sex vöðva til að hreyfa hvort auga. Í eðlilegu ástandi eru boðin til vöðvanna mjög vel samhæfð þannig að augun hreyfast samsíða í takt í allar áttir nema þegar horft er á hlut nálægt sér þá vísa sjónöxlarnir saman þannig að þeir mætast í þeirri fjarlægð sem hluturinn er. Þegar augun vinna saman […]

Aldursbundin augnbotnahrörnun

Algengast orsök sjónskerðingar á vesturlöndum er aldursbundin hrörnun í augnbotnum ( age-related macular degeneration, skammstafað AMD eða ARMD ).  Hún veldur meira en helmingi sjónskerðingar á Íslandi.  Eins og nafnið bendir til eykst tíðni hennar með aldrinum en aðrir áhættuþættir eru t.d. erfðir, reykingar, æðakölkun og háþrýstingur. Sjúkdómurinn er nokkru algengari hjá konum en körlum. Hrörnunin byrjar oftast sem hægfara rýrnun í […]

Gláka

Gláka er augnsjúkdómur sem lýsir sér í rýrnun (skemmd) í sjóntauginn sem oft tengist hækkuðum þrýstingi í auganu en það er þó ekki algilt. Í sjúkdómnum gláku verður oftast hægfara rýrnun á sjóntauginn sem í fyrstu er algjörlega einkennalaus en með tímanum koma eyður í sjónsviðið (hliðarsjónina) og að lokum tapast skarpa sjónin sé ekkert […]

Ský á augasteini

Augasteinninn (lens) er hluti af linsukerfi augans. Í ungu fólki er hann nánast kristalstær en hann eldist eins og aðrir hlutar líkamans. Þá verður hann gjarnan gulari, einnig fara að koma í hann meira eða minna afmarkaðir blettir eða samfelldur grámi. Það kallast ský á augasteini. Um sjötugt eru flestir komnir með einhverja skýjun í […]