Augnlæknafélag Íslands

Hvað gerir augnlæknir?

Áður fyrr var það stór hluti af starfi augnlækna að mæla sjón og ávísa gleraugum væri þeirra þörf. Þó að sjónlagsgallar (nærsýni, fjarsýni og sjónskekkja) séu nógu hvimleiðir teljast þeir ekki vera eiginlegir sjúkdómar í augum heldur er um að ræða byggingargalla á auganu eða aldurstengda breytingu á sjón. Vissulega er mæling á sjón enn hluti […]

Hvað er augnlæknir?

Ekki gera allir sér góða grein fyrir því hvað augnlæknir er né í hverju starf hans sé fólgið. Til að fá viðurkenningu yfirvalda sem sérfræðingur í augnlækningum þarf viðkomandi að loknu stúdentsprófi fyrst að ljúka almennu læknanámi sem er 6-7 ára nám og fá svokallað almennt lækningaleyfi. Síðan þarf að leggja stund á sérnám í augnsjúkdómum […]

Starfsemi félagsins af ýmsum toga

Félagið kemur fram sem málsvari íslenskra augnlækna þegar kemur að ýmsum hagsmunamálum þeirra. Það stendur fyrir fræðslu fyrir augnlækna. Þannig er gjarnan efnt til 2ja daga ráðstefnu tvisvar á ári þar sem fengnir eru erlendir fyrirlesarar auk þess sem íslenskir vísindamenn sem vinna að rannsóknum á sviði augna og sjónar kynna niðurstöður sínar. Auk þess eru […]

Lög Augnlæknafélagsins

Félagslög Augnlæknafélags Íslands  með samþykktum breytingum aðalfundar frá 01.04.2016   1. grein Félagið heitir Augnlæknafélag Íslands (Icelandic Ophthalmological Society). Heimili þess er í Reykjavík. 2. grein Félagar geta þeir læknar orðið, sem fengið hafa sérfræðileyfi í augnlækningum á Íslandi. 3. grein 3. grein – Hlutverk félagsins er: a. Að stuðla að sem bestri augnlæknaþjónustu við almenning. […]