Fréttir

ICO leiðbeiningar um glákumeðferð

International Council of Ophthalmology (ICO) hefur gefið út nýjar leiðbeiningar (guidelines) um glákumeðferð. Í kynningu segir: “The ICO Guidelines summarize core requirements for the appropriate care of open and closed angle glaucoma and consider low and intermediate to high-resource settings. ” Hægt er að sækja leiðbeiningarnar sem PDF skjal.

Sólmyrkvi 20.03.2015

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum verður stór sólmyrkvi að morgni 20. mars 2015. Ef veður leyfir mun myrkvinn sjást mjög vel hér á landi sem stór deildarmyrkvi, næstum því almyrkvi því allt að 97-98% af sólinn myrkvast þegar tunglið gengur á milli sólu og jarðar. Sólmyrkar eru mikið sjónarspil náttúrunnar sem gaman er […]

Sjónverndarvika

Nú er komið að lokum sjónverndarvikunnar sem hófst 9. október á alþjóðlega sjónverndardeginum og  lýkur 15. október sem er dagur hvíta stafsins. Þann 10. október var haldin ráðstefna með yfirskriftinni Barist gegn og lifað með blindu og sjónskerðingu  á vegum Blindrafélagsins  með stuðningi Blindravinafélags Íslands og í samstarfi við Augnlæknafélag Íslands, Lions á Íslandi og Þjónustu- […]

Samningur sérfræðilækna og Sjúkratrygginga

Um síðustu áramót var gerður rammasamningur milli sérfræðilækna og Sjúkratrygginga Íslands varðandi greiðslur fyrir læknisverk unnin á einkastofum sérfræðinga. Læknum er í sjálfsvald sett hvort þeir gerist aðilar að þessum samningi en í reynd hafa nú flestallir séfræðilæknar gerst aðilar að samningnum, m.a. nánast allir augnlæknar. Unnið er þá skv umsaminni gjaldskrá og sjúklingur greiðir […]

Hækkun á greiðslu fyrir læknishjálp

Um áramótin hækkuðu Sjúkratrygginar Íslands þá upphæð sem sjúklingar skulu greiða fyir læknishjálp, bæði hjá sérfræðingum og heimilislæknum, svo og greiðslur fyrir læknisvottorð af ýmsu tagi. Gjaldskrárnar má finna á vef Sjúkratryggina Íslands. Hvað á ég að greiða fyrir læknishjálp ? (PDF skjal) Vottorðagjaldskrá (PDF skjal)  Nú er það svo að enginn samningur er í […]

Lítil nýliðun meðal augnlækna áhyggjuefni

Hér á landi starfa nú þrjátíu augnlæknar og er meðalaldur þeirra kominn langt yfir fimmtugt. Lítil nýliðun hefur verið undanfarin ár en til dæmis hefur enginn nýr sérfræðingur verið ráðinn til starfa á augndeild Landspítalans síðan árið 2006. ,,Það hafa verið deildarlæknar hjá okkur sem eru núna að fara út í sérnám en það tekur […]

Námsferðir

Læknar með sérfræðileyfi eiga rétt að fá greiddan kostnað, þ.m.t. eðlileg námskeiðsgjöld, við námsferðir til útlanda í 15 almanaksdaga árlega eftir nánari ákvörðun vinnuveitanda. Heimilt er að fara fleiri styttri ferðir eða 30 almanaksdaga ferð annað hvert ár enda leiði ekki af því aukinn kostnaður fyrir vinnuveitanda né lengri fjarvera læknis. Ónotaður réttur getur aldrei […]