ICO leiðbeiningar um glákumeðferð

International Council of Ophthalmology (ICO) hefur gefið út nýjar leiðbeiningar (guidelines) um glákumeðferð. Í kynningu segir: “The ICO Guidelines summarize core requirements for the appropriate care of open and closed angle glaucoma and consider low and intermediate to high-resource settings. ” Hægt er að sækja leiðbeiningarnar sem PDF skjal.

Sólmyrkvi 20.03.2015

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum verður stór sólmyrkvi að morgni 20. mars 2015. Ef veður leyfir mun myrkvinn sjást mjög vel hér á landi sem stór deildarmyrkvi, næstum því almyrkvi því allt að 97-98% af sólinn myrkvast þegar tunglið gengur á milli sólu og jarðar. Sólmyrkar eru mikið sjónarspil náttúrunnar sem gaman er […]

Sjónverndarvika

Nú er komið að lokum sjónverndarvikunnar sem hófst 9. október á alþjóðlega sjónverndardeginum og  lýkur 15. október sem er dagur hvíta stafsins. Þann 10. október var haldin ráðstefna með yfirskriftinni Barist gegn og lifað með blindu og sjónskerðingu  á vegum Blindrafélagsins  með stuðningi Blindravinafélags Íslands og í samstarfi við Augnlæknafélag Íslands, Lions á Íslandi og Þjónustu- […]

Samningur sérfræðilækna og Sjúkratrygginga

Um síðustu áramót var gerður rammasamningur milli sérfræðilækna og Sjúkratrygginga Íslands varðandi greiðslur fyrir læknisverk unnin á einkastofum sérfræðinga. Læknum er í sjálfsvald sett hvort þeir gerist aðilar að þessum samningi en í reynd hafa nú flestallir séfræðilæknar gerst aðilar að samningnum, m.a. nánast allir augnlæknar. Unnið er þá skv umsaminni gjaldskrá og sjúklingur greiðir […]