ICO leiðbeiningar um glákumeðferð

International Council of Ophthalmology (ICO) hefur gefið út nýjar leiðbeiningar (guidelines) um glákumeðferð. Í kynningu segir: “The ICO Guidelines summarize core requirements for the appropriate care of open and closed angle glaucoma and consider low and intermediate to high-resource settings. ” Hægt er að sækja leiðbeiningarnar sem PDF skjal.

Sólmyrkvi 20.03.2015

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum verður stór sólmyrkvi að morgni 20. mars 2015. Ef veður leyfir mun myrkvinn sjást mjög vel hér á landi sem stór deildarmyrkvi, næstum því almyrkvi því allt að 97-98% af sólinn myrkvast þegar tunglið gengur á milli sólu og jarðar. Sólmyrkar eru mikið sjónarspil náttúrunnar sem gaman er […]

Sjónverndarvika

Nú er komið að lokum sjónverndarvikunnar sem hófst 9. október á alþjóðlega sjónverndardeginum og  lýkur 15. október sem er dagur hvíta stafsins. Þann 10. október var haldin ráðstefna með yfirskriftinni Barist gegn og lifað með blindu og sjónskerðingu  á vegum Blindrafélagsins  með stuðningi Blindravinafélags Íslands og í samstarfi við Augnlæknafélag Íslands, Lions á Íslandi og Þjónustu- […]

Samningur sérfræðilækna og Sjúkratrygginga

Um síðustu áramót var gerður rammasamningur milli sérfræðilækna og Sjúkratrygginga Íslands varðandi greiðslur fyrir læknisverk unnin á einkastofum sérfræðinga. Læknum er í sjálfsvald sett hvort þeir gerist aðilar að þessum samningi en í reynd hafa nú flestallir séfræðilæknar gerst aðilar að samningnum, m.a. nánast allir augnlæknar. Unnið er þá skv umsaminni gjaldskrá og sjúklingur greiðir […]

Hækkun á greiðslu fyrir læknishjálp

Um áramótin hækkuðu Sjúkratrygginar Íslands þá upphæð sem sjúklingar skulu greiða fyir læknishjálp, bæði hjá sérfræðingum og heimilislæknum, svo og greiðslur fyrir læknisvottorð af ýmsu tagi. Gjaldskrárnar má finna á vef Sjúkratryggina Íslands. Hvað á ég að greiða fyrir læknishjálp ? (PDF skjal) Vottorðagjaldskrá (PDF skjal)  Nú er það svo að enginn samningur er í […]

Að fara til augnlæknis

Heldurðu að þú þurfir til augnlæknis ? Hvers vegna leitar fólk til augnlæknis ?  Ástæðurnar geta auðvitað verið margvíslegar. Nokkur dæmi: Einhvers konar truflun á sjón. Sviði, þurrkur, kláði, tárarennsli, gröftur. Höfuðverkir (því þeir geta stundum stafað af duldum sjóngöllum og einnig geta sumir sjúkdómar í höfði komið í ljós við augnskoðun. Eftirlit vegna sjúkdóms t.d. gláku, augnbotnahrörnunar, skýs […]

Smælki um augun okkar

Meðalmaðurinn deplar 12 sinnum á mínútu. Mannsauga er ca 23-24 mm á stærð og vegur um það bil 28 grömm. Glæran (öðru nafni hornhimnan) inniheldur engar æðar. Augun slitna ekki við notkun og heldur ekki af að lesa í lélegri birtu. Það er ekki hægt að halda augunum opnum meðan maður hnerrar. Í samskiptum okkar […]

Augnskekkja

Við höfum sex vöðva til að hreyfa hvort auga. Í eðlilegu ástandi eru boðin til vöðvanna mjög vel samhæfð þannig að augun hreyfast samsíða í takt í allar áttir nema þegar horft er á hlut nálægt sér þá vísa sjónöxlarnir saman þannig að þeir mætast í þeirri fjarlægð sem hluturinn er. Þegar augun vinna saman […]

Aldursbundin augnbotnahrörnun

Algengast orsök sjónskerðingar á vesturlöndum er aldursbundin hrörnun í augnbotnum ( age-related macular degeneration, skammstafað AMD eða ARMD ).  Hún veldur meira en helmingi sjónskerðingar á Íslandi.  Eins og nafnið bendir til eykst tíðni hennar með aldrinum en aðrir áhættuþættir eru t.d. erfðir, reykingar, æðakölkun og háþrýstingur. Sjúkdómurinn er nokkru algengari hjá konum en körlum. Hrörnunin byrjar oftast sem hægfara rýrnun í […]